Staða náttúruverndar á Reykjanesskaga er óviðunandi og umsjón með Reykjanesfólkvangi lítil og minnkandi.
Landvernd telur kominn tíma til að undirbúa stofnun þjóðgarðs á Reykjanesskaga, við anddyri Íslands milli alþjóðaflugvallarins og höfuðborgarinnar.
Náttúran á Reykjanesskaga er einstök og nú á umbrotatímum má kalla það skylduverkefni íslenska ríkisins að skipuleggja fræðagarð í nýjum þjóðgarði á Reykjanesskaga þar sem margvísleg tækifæri eru, fyrir jarðvísindi, listir, menningu og menntun.
Ofangreind ályktun var samþykkt á aðalfundi Landverndar 23. maí 2024.