Sumardagskrá Alviðru 2024

Alviðra - fræðslusetur Landverndar
Alviðra í Ölfusi er náttúruverndar og fræðslusetur Landverndar. Í sumar verður boðið uppá spennandi viðburði í Alviðru.
Alviðra í Ölfusi er náttúruverndar og fræðslusetur Landverndar. Þar er boðið upp á útivist, skemmtun og fræðslu um náttúru og lífríki Íslands.

 

Sumardagskrá Alviðru 2024

Dagskrá er að jafnaði 3 klst. löng og hefst kl. 14:00 nema annað komið fram. Boðið er upp á spjall og hressingu í gamla bænum að aflokinni útiveru og göngu.

Ekki er krafist aðgangseyris en frjáls framlög eru vel þegin.

 

Laugardaginn 8. júní kl. 14:00

Fuglar og flóra við Sogið  –  Einar Þorleifsson og Rannveig Thoroddsen náttúrufræðingar

 

Laugardaginn 15. júní kl. 14:00

Smádýralíf í og við Sogið  – Gísli Már Gíslason prófessor

 

Sunnudag 23. júní kl. 13:00

Ganga á Ingólfsfjall (Jónsmessuganga) – Tryggvi Felixson leiðsögumaður kl. 13:00 – 18:00

 

Sunnudagur 18. ágúst kl. 14:00

Veiðidagur í Soginu í samstarfi við Starir ehf.

 

Sunnudagur 25. ágúst kl. 14:00

Jarðfræði Ingólfsfjalls og umhverfis  – Þorgerður María Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur og formaður Landverndar

 

Sunnudagur 15. september – í tilefni af Degi íslenskrar náttúru kl. 14:00

Náttúruhlaup um Öndverðarnes – Ágústa Þ. Jónsdóttir varaformaður Landverndar

Haustuppskeruhátíð grenndargarða Alviðru” – Auður I. Ottesen, garðyrkjumaður

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd