Laugardaginn 14. ágúst kl. 14-16 fræðir Eva Þorvaldsdóttir líffræðingur og safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands gesti og gangandi um ætihvönn. Fjallað verður um ætihvönn til matar, liturnar og heilsubótar í Alviðru, fræðslusetri Landverndar.
Sýnikennsla – Ætihvönn til matar og jurtalitunar
Ætihvönn var áður fyrr mikilvæg matjurt á Íslandi. Hún vex víða í landi Alviðru og þar verða laufblöð og stönglar skornir auk þess sem grafnar verða upp rætur. Í fræðsluhúsi Landverndar verður sýnikennsla um það hvernig má nota ætihvönn til matar og jurtalitunar.
Alviðra fræðslusetur Landverndar stendur í sumar fyrir metnaðarfullri og áhugaverðri sumardagskrá fyrir gesti og gangandi. Alviðra á í góðu samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands um dagskránna, en þessar stofnanir leggja sumardagskrá Alviðru til sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum.
Alviðra er í Ölfusi, stendur undir Ingólfsfjalli, gegnt Þrastalundi.
Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin. Sjá á korti
Verið velkomin.