Í júní eru dagarnir langir og náttúran skartar sínu fegursta.
Laugardaginn 10. júní 2023 kl. 14:00 -16:00 munu náttúrufræðingarnir Rannveig Thoroddsen og Einar Þorleifsson leiða létta og skemmtilega fræðslugöngu um Þrastarskóg. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu.
Gangan er létt og hentar allri fjölskyldunni. Hún hefst við Alviðru og að lokinni göngu er boðið upp á kaffi/kakó og kleinur í Alviðru. Alviðra er í Ölfusi, undir Ingólfsfjalli: Sjá á korti
Í sumar stendur Alviðra fræðslusetur Landverndar fyrir öðrum skemmtilegum viðburði:
- Laugardagur 24. júní – Jónsmessuganga. Gengið á Ingólfsfjall frá Aviðru; leiðsögumaður Tryggvi Felixson
Þátttaka í sumardagskrá í Alviðru er gjaldfrjáls og öllum opin.
Verið hjartanlega velkomin!