Sumardagskrá í Alviðru: Jarðfræðin í nágrenni Alviðru, 28. ágúst 2021

Ingólfsfjall, séð úr lofti. Jarðfræðin í nágrenni Alviðru.
Lærðu um jarðfræðina í nágrenni Alviðru. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur fræðir gesti og gangandi um jarðfræði laugardaginn 28. ágúst kl. 14-16.

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14-16 fræðir Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur fyrrum formaður Landverndar og núverandi starfsmaður Náttúruminjasafns Íslands gesti og gangandi um jarðfræðina í nágrenni Alviðru, fræðsluseturs Landverndar.

Jarðfræðin umhverfis Alviðru

Fjallað verður um jarðfræði og jarðsögu svæðisins á áhugaverðan og almennan hátt – svo sem um Suðurlandsskjálftabeltið; Kerið, Seyðishóla og eldvirknina í Grímsnesinu; myndun Ingólfsfjalls; fallvötnin Sogið og Hvítá; og ýmis önnur jarðfræðifyrirbrigði á Suðurlandi.

 

Alviðra fræðslusetur Landverndar stendur í sumar fyrir metnaðarfullri og áhugaverðri sumardagskrá fyrir gesti og gangandi. Alviðra á í góðu samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands um dagskránna, en þessar stofnanir leggja sumardagskrá Alviðru til sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. 

Alviðra er í Ölfusi, stendur undir Ingólfsfjalli, gegnt Þrastalundi.

Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin. Sjá á korti 

Verið velkomin.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd