Svartur föstudagur – tækifæri sem þú mátt ekki missa af eða neysluaukandi stressvaldur?

Mánudaginn 27. nóvember standa Landvernd og Neytendasamtökin saman að viðburði á Loft Hostel. Viðburðurinn hefst kl. 16:30 og stendur til 17:30.
 
Nánari upplýsingar um viðburðinn:
Hvað græðum við á svörtum föstudegi?
– Hver eru sálfræðileg áhrif svarts föstudags og hvaða skort erum við að uppfylla?
– Hver eru áhrif svarts föstudag á hegðun og umhverfi og hvað er gott að hafa í huga á afsláttardögum sem þessum?
 
Á viðburðinum ætlum við að ræða áhrif stórra neysludaga á neytendur. Fjallað verður um sálræn áhrif, umhverfisáhrif og samfélagsleg áhrif.
 

Erindi

Gró Einarsdóttir, doktor í félagssálfræði
Auður Alfa Ólafsdóttir, varaformaður Neytendasamtakanna og sérfræðingur í umhverfis og neytendamálum hjá ASÍ
 

Umræður

Þátttakendur fá tækifæri til að spyrja nánar út í viðfangsefnið og ræða málin sín á milli. 

Fundarstjóri verður Vigdís Fríða, verkefnastjóri fræðslumála hjá Landvernd.
 
Verið hjartanlega velkomin á Loft á mánudaginn næstkomandi.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd