Fresta ber breytingum á skipulagi sunnan Hofsjökuls
Stjórn Landverndar gerir alvarlegar athugasemdir við tillögu Samvinnunefndar miðhálendisins um breytingar á skipulagi svæðis sunnan Hofsjökuls, sem auglýst var 13. janúar s.l. Tillagan felur í sér að náttúruverndarsvæðum yrði umbreytt í virkjunarsvæði.