Leitarniðurstöður

Flumbrugangur í virkjun rafmagns

Í umfjöllun um orkumál er stundum látið að því liggja að þjóðinni beri skylda til að virkja allt sem rennur og kraumar – og svo vindinn að auki. Þannig geti Íslendingar lagt sinn skerf af mörkum í heimi sem skortir endurnýjanlega orku. En rösum ekki um ráð fram. Stórfelld spjöll á náttúru landsins vegna flumbrugangs í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin.

Skoða nánar »
Austurengjar eru jarðhitasvæði á Krýsuvíkursvæðinu.

Austurengjar

Austurengjahver er hluti af háhitasvæðinu sem oftast er kennt við Krýsuvík hjá Kleifarvatni á Reykjanesi sem er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Austurengjahver og Seltún, sem er vinsælasti áfangastaðurferðamanna á Krýsuvíkursvæðinu, eru í nýtingarflokki Rammaáætlunar.

Skoða nánar »