![](https://landvernd.is/wp-content/uploads/2024/06/Urridafoss_Bjarni_Bjarnason_landvernd_vefur.jpg)
Flumbrugangur í virkjun rafmagns
Í umfjöllun um orkumál er stundum látið að því liggja að þjóðinni beri skylda til að virkja allt sem rennur og kraumar – og svo vindinn að auki. Þannig geti Íslendingar lagt sinn skerf af mörkum í heimi sem skortir endurnýjanlega orku. En rösum ekki um ráð fram. Stórfelld spjöll á náttúru landsins vegna flumbrugangs í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin.