Táknræn gjöf afhent iðnaðar og viðskiptaráðherra

Táknræn gjöf afhent iðnaðar og viðskiptaráðherra

Landvernd, Ferðafélag Íslands, Ferðaklúbburinn 4×4, SAMÚT og Útivist munu í dag kl 10:15 afhenda Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra tákræna gjöf fyrir utan Alþingi.

Gjöfin verður afhent til að minna ráðherra á mikilvægi almannaréttarins sem félögin telja að lög um náttúrupassa brjóti gegn, en þegar þingfundur hefst kl 10:30 mun ráðherra mæla fyrir lögum um náttúrupassa.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta á staðinn og sýna stuðning í verki

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd