Hlustaðu á hlaðvarpið. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar ræðir hér við Guðmund Hörð fyrrum formann Landverndar í hlaðvarpsþætti hans.
Í þættinum Þjóðgarður er meira en merkimiði ræða Auður og Guðmundur Hörður um hálendisþjóðgarð. Umhverfisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um hálendisþjóðgarð. Viðbrögð við frumvarpinu hafa vakið furðu, sér í lagi margir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri Grænna í ríkisstjórn, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þó að Landvernd styði stofnun hálendisþjóðgarðs af heilum hug þá er ljóst að náttúruverndarhreyfingin hefur fjölmargt við hálendisfrumvarpið að athuga þó að það hafi ekki farið eins hátt í fjölmiðlum og óánægja sveitarstjórnarmanna.