Þjórsárverum borgið?

Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is
Samvinnunefndin um miðhálendið og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafna hugmyndum um virkjanir í Þjórsárverum. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.

Samvinnunefnd um miðhálendið vill ekki að byggð verði set- og veitulón við mörk friðlandsins í Þjórsárverum eins og Landsvirkjun hafði óskað eftir. Þá er sveitarstjórnar í Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki reiðbúin til að koma á móts við áform um virkjunarmannvirki á þessu svæði.

Að mati framkvæmdastjóra Landverndar ætti þetta ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framvindu málsins undanfarin misseri. Frá því að tillögur um breytingar á skipulagi voru kynntar á síðast ári hafa komið fram fjölmargar ábendingar um þau verðmæti sem felast í því að viðhalda þessu svæði í upprunalegu horfi og láta það þróast án inngripa mannsins. Í þessu sambandi nægir að nefna skýrslur sem virtir alþjóðlegir sérfræðingar, þeir Roger Crofts og Jack D. Ives gerður fyrir Landvernd haustið 2004. Í skýrslunni kemur fram að alþjóðlegt náttúruverndargildi svæðisins er hátt og hugsanlega gæti það átt heima á heimsminjaskrá UNESCO.

Samvinnunefndin og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa greinilega skoðað vel þær ábendingar og athugasemdir sem fram hafa komið og því talið óhjákvæmilegt annað en að hafna hugmyndum um virkjanir á þessu hálendissvæði.

Í ljósi þessarar niðurstöðu virðist eðlilegast að fallið verði alfarið frá hugmyndum um virkjanir í Þjórsárverum og friðlandsmörkin verði stækkuð þannig að þau nái til allra þeirra verðmæta sem svæðið býr yfir.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd