Þorgerður M. Þorbjarnardóttir

er formaður Landverndar

Þorgerður er uppalin á Egilsstöðum og frá unga aldri hefur hún haft yndi af náttúru og náttúrufræðum. Hún er menntaður Jarðfræðingur og hef einnig lokið leiðtoganámi til náttúruverndar við Háskólann í Cambridge.

Hún nýtir sér þekkingu á náttúru, á stjórnsýslu og góðri samskiptahæfni til þess að gæta hagsmuna náttúrunnar.

Í barnæsku upplifði hún það þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð og hvernig það skipti samfélaginu í tvennt. Hún hefur unnið sem landvörður á austur hálendinu og ferðast reglulega um svæðið. Það er markmið hennar að gæta þess að slík eyðilegging endurtaki sig aldrei að standa vörð um bæði líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni.

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd