Þóra Bryndís Þórisdóttir er látin. Hún starfaði um árabil fyrir Landvernd og hafði umsjón með verkefninu Vistvernd í verki. Hún var brautryðjandi sem lyfti grettistaki í því verkefni og virkjaði með því hundruð heimila til umhverfisvitundar og -verndar. Árangurinn af verkefninu er margþættur og verður seint metinn til fulls, enda skilar hann sér enn i dag og mun gera um ókomna tíð.
Bryndís, eins og hún var kölluð í hópi Landverndarfólks, var hugljúf í allri framkomu, sérlega vandvirk og íhugul. Hún brann fyrir að vernda náttúruna og að einfalda lífsstíl mannfólksins, draga úr sóun og óhófi til að koma í veg fyrir frekari spjöll á umhverfi okkar og náttúru. Aldrei hnaut frá henni særandi orð.
Minningin um Bryndísi, hennar góðu verk og fallega brosið hennar mun lifa hjá Landverndarfólki um ókomin ár.
Landvernd vottar syni hennar, foreldrum og allri fjölskyldu hennar samúð.