Þykkvabæjarskóli varð sjöundi skólinn á Íslandi til að hljóta Grænfánann, sem er alþjóðleg viðurkenning sem Landvernd veitir fyrir framúrskarandi starf að umhverfisvernd og umhverfis- og náttúrufræðslu. Það ríkti mikil gleði þegar fáninn var afhentur við skólaslit mánudaginn 2. júní. Nemendur, kennarar og foreldrar hafa skila afar góðu starfi og viðurkenningin var því verðskulduð.
Á morgun, miðvikudag 4. júní, er röðin komin að Lindaskóla í Kópavogi. Athöfnin fer fram í skólanum við skólaslit sem hefjast kl. 14.00. Þetta verður í fyrsta sinn sem Grænfáninn fer í Kópavog.