Tilkynning frá uppstillingarnefnd

Stjórn Landverndar hefur skipað þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundar Landverndar sem haldinn verður fimmtudaginn 26. maí nk. Eins og fram kemur í lögum samtakanna eru formaður og fjórir stjórnarmenn kosnir annað árið, en fimm stjórnarmenn hitt árið.

Stjórn Landverndar hefur skipað þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og þóru Ellen þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundar Landverndar sem haldinn verður fimmtudaginn 26. maí nk. Eins og fram kemur í lögum samtakanna eru formaður og fjórir stjórnarmenn kosnir annað árið, en fimm stjórnarmenn hitt árið.
á komandi aðalfundi á að kjósa fjóra stjórnarmenn og formann í stjórn til tveggja ára. Til að tryggja að fimm séu í kjöri á hverjum aðalfundi á einnig að kjósa tvo stjórnarmenn til eins árs. Auk þess kýs aðalfundur skoðunarmenn reikninga samtakanna.

þrír stjórnarmenn sem eru í kjöri, þau Jón S. ólafsson, Hrefna Sigurjónsdóttir og Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. þau Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Sveinbjörn Björnsson eru ekki í kjöri og halda áfram í stjórn. Fjórir stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu (þrír vegna brottflutnings og einn sökum anna). þeir sem vilja koma ábendingum á framfæri við uppstillingarnefnd geta sent skilaboð á netfangið landvernd@landvernd.is. ábendingar þurfa að berast eigi síðar en sunnudaginn 22. maí. Farið verður með allar ábendingar sem trúnaðarmál.

Við minnum á að til þess að öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa félagar og aðildarfélög að hafa greitt árgjaldið 2010-2011.

Vinsamlegast skráið þátttöku í síma 552 5242 eða sendið tölvupóst á landvernd@landvernd.is

Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd