Hvernig eru verkefnin metin? Matsviðmið

Dómnefnd metur verkefni og notar matsviðmið og verðlaunar bestu verkefnin. Ungt umhverfisfréttafólk, landvernd.is
Hvernig veljum við verkefni? Dómnefnd metur verkefni og notar matsviðmið og verðlaunar bestu verkefnin.

Árlega er haldin samkeppni á vegum Landverndar um bestu verkefnin sem bárust frá ungu umhverfisfréttafólki. Tvær dómnefndir fara yfir verkefni nemenda. Matsviðmið keppninnar koma frá Ungu umhverifsfréttafólki alþjóðlega

Tveir fasar

 • Þegar verkefnum er skilað í keppnina hefst starfsfólk Landverndar handa við að yfirfara öll verkefni samkvæmt þeim viðmiðum sem má finna hér að neðan. Valin eru 10 – 15 verkefni sem hljóta flest stig og komast þau í undanúrslit.
 • Viku síðar fer fjölmiðladómnefnd yfir þau verkefni sem eru í undanúrslitum og velja sigurvegara. Dómnefndin samanstendur af reynslumiku fólki í miðlun upplýsinga á vettvangi fjölmiðla og kvikmyndagerðar.

Dómarar fá að sjá hvaða viðmiðin sem starfsfólk studdist við en er ekki skylt að fylgja þeim. Vegna sérfræðiþekkingar dómara byggir mat þeirra fyrst og fremst á eigin reynslu. 

Sjáðu fyrstu fjölmiðladómnefnd verkefnisins hér!

Matsþættir

Í hverjum lið eru valin tölugildi frá 0 – 5. 

 • 0 = Uppfyllir engin viðmið
 • 1 = Uppfyllir rétt svo viðmið (hluta viðmiða)
 • 2 = Nokkuð gott
 • 3 = Gott
 • 4 = Mjög gott
 • 5 = Frábært

Eftirfarandi atriði eru metin í fyrsta fasa:

Uppbygging og gæði

 • Verkefnið svarar spurningunum hvað? Hvar? Hvernig? Hvenær? Af hverju?
 • Verkefnið er áhrifaríkt, vandað og vel framsett.

Sanngirni og hlutlægni

 • Verkefnið byggir á staðreyndum.
 • Heimildir verkefnisins eru (virðast) áreiðanlegar.

Fróðleikur

 • Verkefnið tekur til sögulegra, fjárhagslegra, félagslegra og/eða pólitískra þátta auk umhverfisþátta.
 • Verkefnið er sett í stærra samhengi (framtíðarpælingar)
 • Verkefnið er lausnamiðað, lausnin er skýr og rökstudd.

Frumleiki og sjálfstæði

 • Verkefnið er frumlegt.
 • Nemendur hafa valið krefjandi efni og takast vel á við það (hafa t.d. farið á vettvang til þess að taka viðtöl eða leita sér þekkingar, eða lagt augljóslega mikið á sig til þess að koma skilaboðunum á framfæri).
 • Verkefnið er grípandi og áhrifaríkt (myndi ná til margra).

Miðlun 

 • Verkefninu hefur verið miðlað á minnst þrjá mismunandi vegu til almennings.
 • Þátttakendur hafa upplýst hvernig afurðinni var dreift innan og utan skóla. 

Heimsmarkmiðin

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd