Umhverfisvænir jólasveinar

Jólasveinarnir hafa lagað sig að nútímanum. Þeir vilja minnka dótið en fjölga samverustundum.
Nú eru jólasveinarnir að koma til byggða einn af öðrum og eru spenntir að gefa börnum í skóinn. Þeir hafa lifað tímana tvenna og vita hversu mikilvægt er að vera nægjusamur og nýta hlutina vel.

Samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar þá er jólagjöfin í ár samvera.  Tíðarandinn í samfélaginu hefur breyst og fleiri kjósa að minnka gjafaflóðið og leggja frekar áherslu á samverustundir. Þetta er sannarlega jákvæð þróun, því hver einasti hlutur sem framleiddur er í heiminum hefur einhver mengandi áhrif. 

Nú eru jólasveinarnir að koma til byggða einn af öðrum og eru spenntir að gefa börnum í skóinn. Þeir hafa lifað tímana tvenna og vita hversu mikilvægt er að vera nægjusamur og nýta hlutina vel. Þeir vilja gjarnan fylgja tíðarandanum og minnka dót, en auka samverustundir.  

Okkur hjá menntateymi Grænfánans langar að hjálpa þeim jólasveinunum að gefa umhverfisvænar gjafir í skóinn. Við höfum útbúið gjafabréf með samverustundum, sem sniðugt er að nýta sér og einnig útbúið lista með umhverfisvænum hugmyndum að skógjöfum. 

Gjafabréf jólasveinanna 

 1. Piparkökuform
 2. Mandarínur eða maísbaunir fyrir popp fyrir kósýkvöld 
 3. Gamalt jólaskraut (t.d. af háaloftinu eða nytjamörkuðum) til að hengja á tréð 
 4. Allt til þess að föndra fallegt jólakort eða jólamerkimiða. 
 5. Uppáhaldsleikfang foreldris/forsjáraðila (Það er alveg magnað að jólasveinarnir viti svona hluti – en eins og áður sagði – þeir hafa lifað tímana tvenna).  
 6. Fræ eða rúsínur til að gefa fuglunum 
 7. Uppskrift að kakói ásamt súkkulaðiplötu 
 8. Prentuð mynd af uppáhalds teiknimyndapersónu barnsins til að lita  
 9. Notaðar bækur (frá nytjamörkuðum eða öðrum jólasveinum) 
 10. Band til að gera fuglafit og leiðbeiningar með því 
 11. Bók af bókasafninu (jólasveinninn tekur bókina, en lætur barnið vita t.d. með bréfi að það þurfi að skila henni aftur!) 
 12. Litríkur pappír og leiðbeiningar um hvernig megi leika með hann og föndra t.d. origami. 
 13. Peningur í sparibaukinn 

Greinin er frá Grænfánanum. Hún birtist fyrst í Heimildinni 13. desember 2023. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd