Nú hefur Landvernd skilað inn fjölmörgum umsögnum það sem af er þessu ári. Umsagnir eru gríðarlega mikilvægur liður í umhverfis og náttúruverndarstarfi þó það sé oft gert sem vinnan á bak við tjöldin.
Síðasta umsögn fjallaði um breytingar á deiliskipulagi Heiðmerkur og má finna hana á samráðsgáttinni.
Í ályktun stjórnar segir:
Aðgengi að Heiðmörk: Almannaréttur, meðalhóf og verðmæti náttúrunnar
Gott aðgengi að náttúrunni felur í sér mikil samfélagsleg, heilsufarsleg og menningarleg verðmæti fyrir almenning og styður jafnframt við náttúruvernd. Því valda áform um að takmarka aðgengi að Heiðmörk valda vaxandi áhyggjum.
Heiðmörk er stærsta og fjölsóttasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, með fjölbreyttum gróðri og einstökum jarð- og vatnafræðilegum eiginleikum. Svæðið er opið öllum – börnum og eldri borgurum, einstaklingum með ólíka færni og hreyfanleika. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi aðgengi allra að Heiðmörk, svo fólk geti dvalist í náttúrunni, kynnst henni og notið útivistar á fjölbreyttan hátt.
Aðalfundur Landverndar hvetur alla sem koma að framtíðarskipulagi Heiðmerkur til að virða almannarétt og beita meðalhófi í ákvarðanatöku. Þannig má tryggja að nauðsynleg verndun vatnsbóla verði ekki á kostnað aðgengis almennings að náttúru og útivistarsvæðum. Leita skal allra leiða til að samræma markmið um vatnsvernd og rétt fólks til aðgangs að náttúru, í anda sjálfbærrar þróunar og lýðræðislegra sjónarmiða.
——————-
Umsögnum landverndar er safnað saman á heimasíðunni undir tilheyrandi ár í flipanum “Græn pólitík
Mælum við með að kynna sér málið