Bláfáninn á Íslandi óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs!
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2016 rennur út 1. febrúar nk.
Ný verðskrá
Bláfáninn sækir styrk til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis ár hvert til rekstur verkefnisins, ásamt því að rukka handhafa um hóflegt þátttökugjald. Nú er svo komið að styrkur frá ráðuneytinu hefur minnkað um helming frá því 2013 og eins hefur þátttökugjaldið verið það allra lægsta í norðanverðri Evrópu frá upphafi verkefnisins hér á landi. Því höfum við tekið þá ákvörðun að hækka gjaldið og má nálgast verðskrá Bláfánans á heimasíðu Landverndar, undir flipanum umsókn. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir þessa hækkun höfum við þó ekki náð sambærilegu verði og hjá hinum Norðurlöndunum.