Umsóknir fyrir árið 2006

Landvernd fór með umsjón Bláfánans á árunum 2002-2018, landvernd.is
Hafnir og baðstrandir sem sækjast eftir Bláfánanum á árinu 2006 þurf að leggja fram umsókn eigi síðar en 20. febrúar n.k.

Skrifstofa Landverndar er þessa daga að senda bréf til allra hafnarstjórna á landinu, en þær er lið 40 að tölu.

Í bréfinu segir að hafnarstjórnir sem sækjast eftir Bláfánanum á árinu 2006 þurfa að leggja inn umsókn eigi síðar en 20. febrúar 2006.

Umsóknareyðublaðið fyrir smábátahafnir er að finna er að finna hér.

Einnig má hafa samband við skrifstofu Landverndar og fá umsóknareyðublað sent í pósti eða tölvupósti.

Umsóknargjaldið er 5.000 kr. (fyrir innsenda umsókn). Verði samþykkt að veita Bláfánann þá bætist við 25.000 kr. þátttökugjald.

Landvernd og stýrihópur Bláfánans munu eftir atvikum geta veitt aðstoð við gerð umsóknar.

Þess má geta að smábátahafnir sem ekki treysta sér til að uppfylla öll skilyrði á árinu 2006 en geta sýnt fram á að skilyrðin eru uppfyllt að verulegu leyti og lýsa því yfir að áformað sé að gera frekari úrbætur, fá s.k. Bláfánaskírteini til vitnis um ágæta stöðu og góðan ásetning. Líta má á Bláfánaskírteinið sem undanfara Bláfánans. Það getur því verið eftirsóknarvert að senda inn umsókn jafnvel þó eitthvað vanti upp á að hægt sé að uppfylla allar kröfur á yfirstandandi ári.

Kynningarfundur 19. janúar
Fimmtudag 19. janúar kl. 15.00 er boðið upp á kynningarfund um Bláfánann í Reykjavík. Á fundinum verður farið nánar ofan í skilyrðin og umsóknareyðublaðið. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum fundi eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku eigi síðar en 12. janúar (með tölvupósti til tryggvi@landvernd.is). Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Landverndar að Skúlaatúni 6 í Reykjavík.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd