Hafin er söfnun undirskrifta til stuðnings kröfu Landverndar um að Landsvirkjun stöðvi framkvæmdir við 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun og vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. á þeim tæpu tíu árum sem liðin eru frá því að umhverfismatið var unnið hafa orkufyrirtækin öðlast mikla reynslu í rekstri jarðvarmavirkjana og af mengun frá þeim. Fyrirtækin hafa meðal annars lent í vandræðum með uppsöfnun mengaðs affallsvatns og mikla brennisteinsvetnismengun í þéttbýli. Enn hefur Landsvirkjun ekki gert skýra grein fyrir því hvernig þessi mál verði leyst við Mývatn. Auk þess hefur Landsvirkjun ekki útskýrt hvernig draga megi úr áhrifum virkjunar á grunnvatnsstreymi í Mývatn en hætt er við að straumurinn kólni í kjölfar orkuvinnslu og dragi þar með úr kísilstreymi til Mývatns en það er ein undirstaða fjölbreytts lífríkis vatnsins.
Einstakt lífríki Mývatns skapar því sérstöðu á heimsvísu. þess vegna segir í nýsamþykktri verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá að það sé skylda núlifandi kynslóða að varðveita sérstöðu svæðisinsog tryggja að komandi kynslóðir fái notið sömu náttúrugæða.
Nú geta áhugasamir tekið undirkröfu Landverndar um stöðvun framkvæmda við Mývatn og gerð nýs umhverfismats á síðunni landvernd.is/myvatn.