Nokkrir félagar í Ungmennaráði Landverndar sóttu norræna ráðstefnu um loftslagsmál (Nordisk Klima Seminar) í Osló dagana 26.-28. október sl. Fjölmargir ungliðar í frjálsum félagasamtökum á Norðurlöndunum sátu einnig ráðstefnuna en norska ungliðahreyfingin Natur og Ungdom stóð fyrir henni. í lok ráðstefnunnar gáfu ungliðarnir út sameiginlega ályktun um loftslagsmál.
ályktunin inniheldur kröfur ungliða á Norðurlöndum til ríkisstjórna landa sinna um aukna ábyrgð og þátttöku í loftslagsmálum. í ályktuninni er að finna ósk um skuldbindingar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda innan ákveðins tímaramma, aukna aðstoð til þróunarlanda til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og samnorræna samstöðu í samningaviðræðum um loftslagsbreytingar á alþjóðavettvangi. ályktunin fer hér á eftir.
ályktun Norrænna ungliðahreyfinga um loftslagsmál
Við, ungliðar í frjálsum félagasamtökum á Norðurlöndum, leggjum fram eftirfarandi kröfur á ríkisstjórnir Norðurlandanna:
1. Norðurlöndin skulu skuldbinda sig til þess að hafa dregið úr heildarlosun sinni um 40% árið 2020 frá því sem var árið 1990 og að minnsta kosti um 95% árið 2050, eingöngu miðað við innlenda mælikvarða
2. Norðurlöndin geta ekki talið sér til tekna mótvægisaðgerðir vegna landnýtingar, breytinga á landnýtingu og skógrækt í stað þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, nema um sé að ræða verkefni sem stuðla að viðbótaruppgræðslu lands eða endurheimt skóga að frumkvæði ríkisstjórna landanna
3. Norðurlöndin ættu að þrýsta á gerð nýs alþjóðlegs loftlagssáttmála sem byggir á meginreglunni um ákvarðanatöku að ofan (e. top-down principle) og hefur lagalega bindandi markmið um mótvægisaðgerðir
4. Norðurlöndin verða að vera í fararbroddi í tækniþróun og flutningi á tækni og tækniþekkingu frá iðnríkjum til þróunarlanda og tryggja nægilegt viðbótarfjármagn til aðlögunar loftslagsbreytinga og mótvægisaðgerða. Fjármagn skal ekki byggt á því sem kallast offsetting og felur í sér að minnka eða koma í veg fyrir útlosun gróðurhúsalofttegunda á einum stað þannig að það vegi á móti losun annarsstaðar. þá ætti fjármagn ekki að vera hluti af ráðstöfunarfé í þróunarsamvinnu.
5. Ríkisstjórnir Norðurlandanna skulu láta af höndum töluvert framlag í “Græna Loftslagssjóðinn” (e. The Green Climate Fund). Meginfjármagn sjóðsins skal koma til með beinum greiðslum frá iðnríkjum. Auk þess styðjum við álagningu nýrra skatta svo sem skatts á millifærslu fjármagns (e. The Financial Transactions Tax) auk skatta á útlosun flug- og skipasamgangna. Fjármagn þetta skal koma til viðbótar við núverandi opinber framlög til þróunarsamvinnu.
6. Ríkisstjórnir Norðurlandanna gangist við seinna skuldbindingartímabili Kyoto bókunarinnar sem hefst árið 2013
7. Norðurlöndin skulu efla samstarf, móta sameiginlegar tillögur og taka sameiginlega afstöðu í samningaviðræðum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.
ályktunin á ensku:
We, as Nordic youth NGOs, have the following demands to the Nordic governments:
1. The Nordic countries pledge to reduce their national emissions from the 1990 levels by 40 per cent by 2020 and at least 95 per cent by 2050, exclusively by domestic measures.
2. Nordic countries cannot include mitigation from land-use, land use change and forestry in the national mitigation targets as a substitute for reducing direct greenhouse gas emissions, unless it is additional land reclamation or reforestation projects initiated by the government.
3. The Nordic countries should push for a new global climate treaty that has to be based on a top-down principle and include legally binding mitigation goals.
4. The Nordic countries have to be in the forefront of technology development and technology transfer between developed and developing countries, and ensure adequate and additional funding for climate adaptation and mitigation. The funds cannot be based on offsetting, and not be funded from the Official Development Aid budget.
5. The Nordic governments contribute with substantial funding to the Green Climate Fund. The main source of funding to the Green Climate Fund must be direct transfers from developed countries. Additionally we support the use of new innovative taxes such as the Financial Transactions Tax and taxes on emissions from aviation and shipping. The funding should be additional to current Official Development Aid.
6. The Nordic governments commit to the second commitment period of the Kyoto Protocol starting in 2013.
7. The Nordic countries should cooperate and form common proposals and positions in the UN climate negotiations.