Landvernd minnir á að ESA hefur átalið íslensk stjórnvöld fyrir brot á EES samningnum þegar kemur að lögum um mat á umhverfisáhrifum og aðkomu almennings að ákvörðunum sem varða umhverfið og að lagasetning á Íslandi hefði brotið m.a. gegn þátttökurétti almennings. Íslenska ríkið hefur enn ekki brugðist við úrskurði ESA og stjórn Landverndar telur að frumvarp þetta skerði enn frekar þátttökumöguleika almennings þegar kemur að raflínulögnum.
Hagsmunir stóriðju ofar hagsmunum almennings ?
Landvernd ítrekar að hér er fyrst og fremst um hagsmunamál stóriðju að ræða og engir varnaglar eru settir inní frumvarpið þannig að hið gríðarlega þrýstiafl sem stórfyrirtæki eru misnoti ekki þær breytingar sem kynntar eru í frumvarpinu sér til handa. Landvernd ætti ekki að þurfa að minna Alþingi á að upphaflegt markmið þessara breytinga er almannaheill en ekki framfylgd stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórna, virkjunaraðila og Landsnets.