Upplýsingafulltrúi Landverndar

Landvernd auglýsir starf upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2024.

Við leitum að skapandi og drífandi einstaklingi til að gegna starfi upplýsingafulltrúa Landverndar.   

Upplýsingafulltrúi sér um alla miðla Landverndar og viðburði og ritstýrir vefsíðu Landverndar. Starfinu fylgir  öflun nýrra félaga, öflun styrkja og samskipti við aðildarfélög og skráða félaga í Landvernd.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Framúrskarandi færni í íslensku og góð færni í ensku
  • Góð samskiptahæfni
  • Að geta komið fram opinberlega fyrir hönd samtakanna
  • Skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Nauðsynlegt er að þekkja vel til grunngilda í náttúruvernd
  • Reynsla af upplýsinga- og kynningarmálum er kostur 

Annað mikilvægt

  • Hefur störf eftir samkomulagi
  • Ráðið er til eins árs með möguleika á framlengingu
  • Sveigjanlegur vinnutími 

Umsóknarfrestur er til 24. júní 2024

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Björg Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar (sími: 896-1222, tölvupóstfang: bjorgeva@landvernd.is)

Sótt er um starf upplýsingafulltrúa Landverndar á Alfreð: https://alfred.is/starf/upplysingafulltrui-oskast-hja-landvernd

Landvernd er stærstu náttúruverndarsamtök Íslands, frjáls félagasamtök sem hafa starfað frá árinu 1969 og leggja megináherslu á náttúruvernd og loftslagsmál. 

 

Smelltu á myndina til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd