Upptaka af ráðstefnu Skóla á grænni grein 2022

rebbi-ráðstefna
Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Upptaka af ráðstefnunni er nú aðgengileg hér að neðan. Á ráðstefnunni var lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál. Meðal annars eru frásagnir frá skólum, einstaklingum og kennurum af upplifun sinni af grænfána starfinu.

 

Hér má sjá þau erindi sem voru á ráðstefnunni í réttri tímaröð

Ráðstefna sett af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni

Örfræðsla í menntun til sjálfbærni – Guðrún Schmidt sérfræðingur í menntun til sjálfbærni

Tinna Hallgrímsdóttir – formaður Ungra umhverfissinna

Mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason – mikilvægi menntunar til sjálfbærni – valdefling og raddir nemenda

Jökull Jónsson – tónlistaratriði

Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri Klappa.

Þar sem hjartað slær – Sigurrós Ingimarsdóttir frá leikskólanum Akraseli segir frá vel heppnuðu grænfánastarfi og tengingu þess við heimsmarkmiðin

Grænfáninn sem áfangi í framhaldsskólum – Katrín Magnúsdóttir og nemendur hennar úr MS segja frá

Nemendur á leikskólanum Maríuborg flytja umhverfislagið sitt

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar – hvað hefur gerst á 20 árum grænfánans á Íslandi? Heiðursverðlaun veitt og opnun nýrrar verkefnakistu.

Vigdís Hafliðadóttir flytur uppistand

Kynning á rafrænu vinnustofum vetrarins. Opnar öllum grænfánaskólum á vormánuðum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd