Upptaka frá pallborði um náttúruvernd og loftslagsmál

Hér getur þú horft á pallborð með frambjóðendum um náttúruvernd og loftslagsmál!

Laugardaginn 24. nóvember síðastliðinn buðu Landvernd, ásamt fleiri náttúruverndarsamtökum, frambjóðendum í pallborð til þess að ræða náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál. Ungir umhverfissinnar mættu með Sólina og veittu flokkunum einkunn fyrir stefnur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. 

Fundurinn fór fram í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, og frábær mæting var á fundinn. Frambjóðendur frá 10 flokkum mættu í pallborðið og sátu fyrir svörum, en Stefán Jón Hafstein og Björg Eva Erlendsdóttir stýrðu umræðum. 

Hér að ofan má horfa á upptöku streymisins frá fundinum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd