Úrskurður umhverfisráðherra 15. apríl 2003, þar sem staðfest var ákvörðun Skipulagsstofnunar að álver Alcoa í Reyðarfirði þyrfti ekki að sæta umhverfismati, var ómerktur af Héraðsdómi Reykjavíkur 12. janúar s.l. Hjörleifur Guttormsson var stefnandi í málinu. Dómurinn styrkir án efna stöðu umhverfisverndar.