Aðalfundur Landverndar, haldinn 13. apríl 2013, sendi frá sér ályktun um úrsögn Grindavíkurkaupstaðar úr Reykjanesfólkvangi.
Landvernd harmar þá stefnu bæjarstjórnar Grindavíkurkaupstaðar að segja sig frá samstarfi um Reykjanesfólkvang. Með þessu er bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar að rýra gildi náttúruverndar á Reykjanesi. Jarðvangur eins og stefnt er að að stofna á Reykjanesi af sveitafélögum hefur enga lagalega skuldbindingu til náttúruverndar. Það er ljóst að í reglum um jarðvang sem uppfylla þarf er mjög jákvætt að lagaleg skuldbinding sé til staðar og við mat á inngöngu í það alþjóðlega samstarf sem jarðvangar eru þá er um öfugþróun að ræða þegar Reykjanesfólkvangur verður yfirgefinn af Grindavíkurkaupstaði.