Útrýma beri hindrunum í framkvæmd Árósasamningsins

Félagar Landverndar berjast fyrir náttúru Íslands, landvernd.is
Landvernd tekur nú þátt í aðildarfundi Árósasamningsins í Maastrict í Hollandi. Landvernd vinnur þar með fjölmörgum öðrum félagasamtökum í Evrópu og Mið-Asíu, undir hatti European Eco Forum

Landvernd tekur nú þátt í aðildarfundi Árósasamningsins í Maastrict í Hollandi. Landvernd vinnur þar með fjölmörgum öðrum félagasamtökum í Evrópu og Mið-Asíu, undir hatti European Eco Forum. Félagasamtökin sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu og fréttatilkynningu nú við upphaf aðildarfundarins.

Félagasamtökin kalla eftir aðgangi að upplýsingum um umhverfismál á breiðum grunni, þ.m.t. aðgang að grunngögnum, eftirlitsgögnum og s.k. viðskipta-, iðnaðar- og ríkisleyndarmálum. Samtökin harma að innlegg almennings í ákvarðanatökuferlum sér oft ekki stað í lokaákvörðunum. Þá leggja samtökin ríka áherslu á að aðildarríki útrými hindrunum sem standa í vegi fyrir aðgangi almennings að réttlátri málsmeðferð fyrir dómsstólum.

Í apríl sl. skilaði Landvernd inn skuggaskýrslu við fyrstu skýrslu Íslands um framfylgd samningins hérlendis og gagnrýndi m.a. harðlega skort á aðkomu félagasamtaka að dómstólum. Skýrsluna má finna hér. 

UM ÁRÓSASAMNINGINN:

Árósarsamningur var undirritaður 25. júní 1998 en fullgiltur af Íslands hálfu í október 2011. Hann veitir mikilvæg og víðtæk réttindi á sviði umhverfismála. Samningnum er ætlað að tryggja aðkomu almennra borgara og samtaka þeirra að ákvörðunum er hafa áhrif á umhverfið. Jafnframt á hann að tryggja víðtækan aðgang almennings að gögnum um hvers komar umhverfismál. Loks er samningnum ætlað að tryggja rétt til að fá ákvarðanir endurskoðaðar fyrir dómstólum og eftir atvikum með stjórnsýslukærum. Umhverfisverdarsmtökum er ætlað stórt hlutverk í framfylgd þessara réttinda.

Lesa yfirlýsingu

Lesa fréttatilkynningu

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd