Hvernig er dagskráin?
Það er fjölmargt á dagskránni en við ætlum að heyra sögur frá nokkrum grænfánaskólum, ráðherrum, forsetanum og Ungum umhverfissinnum svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður uppistand, ný verkefnakista fyrir grænfánaskóla formlega opnuð og farið yfir helstu áfanga grænfánans á Íslandi síðustu 20 árin.
Á ráðstefnunni verður lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál.
Verið hjartanlega velkomin!
Dagskrárliðir
09:00 Andrea Anna Guðjónsdóttir – kynnir dagskrána
09:05 – 09:15 Ráðstefna sett af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni
09:15 – 09:30 Örfræðsla í menntun til sjálfbærni – Guðrún Schmidt sérfræðingur í menntun til sjálfbærni
09:30 – 10:00 Tinna Hallgrímsdóttir – formaður Ungra umhverfissinna
10:00 – 10:10 Mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason – mikilvægi menntunar til sjálfbærni – valdefling og raddir nemenda
10:10 – 10:20 Jökull Jónsson – tónlistaratriði
10:20 – 10:35 Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri Klappa.
10:35 – 10:40 Kaffipása
10:40 – 11:00 Þar sem hjartað slær – Sigurrós Ingimarsdóttir frá leikskólanum Akraseli segir frá vel heppnuðu grænfánastarfi og tengingu þess við heimsmarkmiðin
11:00 – 11:20 Grænfáninn sem áfangi í framhaldsskólum – Katrín Magnúsdóttir og nemendur hennar úr MS segja frá
11:20 – 11:25 Nemendur á leikskólanum Maríuborg flytja umhverfislagið sitt
11:25 – 11:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
11:30 – 11:50 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar – hvað hefur gerst á 20 árum grænfánans á Íslandi? Heiðursverðlaun veitt og opnun nýrrar verkefnakistu.
11:50 – 12:05 Vigdís Hafliðadóttir flytur uppistand
12:05 – 12:15 Kynning á rafrænu vinnustofum vetrarins. Opnar öllum grænfánaskólum.