Kringilsárrani og Snæfell til styrktar Landvernd
Ljósmynd Eðvarðs Sigurgeirssonar af Kringilsárrana og Snæfelli er nú til sölu hjá Landvernd í 50 skráðum og númeruðum eintökum. Þessi gullfallega mynd er frá árinu 1940 og sýnir ósnortna náttúru þess tíma. Um leið er hún áminning um ábyrgð okkar á náttúrunni.
kr.45,000 – kr.60,000
Myndin var birt í bók Eðvarðs og Helga Valtýssonar „Á hreindýraslóðum“ sem út kom 1945. Upphaflega var myndin svart-hvít en var síðar lituð af ljósmyndaranum, eins og þá tíðkaðist.
Myndin er í stærðinni 30×45 cm, römmuð inn í eikarramma með sýrufríu karton og 70%UV glampafríu gleri. Ytra mál rammans er 40×56 cm.
Einnig er unnt að velja rammalausa útgáfu í fellilistanum þá fyrir annað verð.
Með því að kaupa myndina styrkir þú Landvernd og styður þannig við góðan málstað.
Landvernd kann börnum Eðvarðs Sigurgeirssonar hinar bestu þakkir fyrir að heimila endurgerð myndarinnar til styrktar fræðslustarfi Landverndar um náttúru og umhverfi.
Sendingarkostnaður innanlands er innifalinn. Ef óskað er kaupum og sendingu annað en innanlands er best að hafa samband við skrifstofu Landverndar í síma 5525242 eða á landvernd@landvernd.is.
Eðvarð Sigurgeirsson fæddist á Akureyri árið 1907.
Sem ungur maður vann hann við almenna
byggingarvinnu en lærði síðar ljósmyndun. Hann rak eigin ljósmyndastofu á Akureyri í hálfa öld og var
einn þekktasti ljósmyndari landsins. Eftir hann liggur m.a. fjöldi ljósmynda af mannlífi Akureyrar og
einnig af náttúru landsins. Hann gerði jafnframt kvikmyndirnar Hreindýraslóð og Geysisslysið.
Ljósmyndasafn Eðvarðs er varðveitt á Minjasafni Akureyrar.