Landvernd efndi til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum mánudaginn 21. maí síðastliðinn í Nauthóli við Nauthólsvík.
Málþingið var liður í verkefni Landverndar með sama heiti, en sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er verkefni til tveggja ára sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhita á Íslandi. Með verkefninu vill Landvernd stuðla að vernd þessara einstöku auðlinda okkar þannig að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þeirra.
Töluverðar umræður mynduðust á þinginu en þar töluðu ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður áÞingvöllum og forseti Ferðafélags Íslands, Birta Bjargardóttir, hjá Landvernd, Kristján Jónasson og Ásrún Elmarsdóttir, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, og Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Erindi allra fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan.
ólafur Örn Haraldsson: Eðli og náttúra háhitasvæða hér og erlendis
Birta Bjargardóttir: Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd áháhitasvæðum – kynning á verkefni Landverndar
Kristján Jónasson: Gildi jarðminja á háhitasvæðum
Ásrún Elmarsdóttir: Gildi lífríkis á háhitasvæðum
Ingibjörg G. Guðjónsdóttir: Gildi háhitasvæða fyrir ferðaþjónustu
Jónas Guðmundsson: Öryggismál ferðamanna á háhitasvæðum
“