Mikið af því plasti sem er notað í heiminum lendir úti í náttúrunni. Stundum er því bara hent beint á götuna, stundum fýkur það úr opinni ruslafötu og stundum kemur það frá skipum eða fyrirtækjum.
Talið er að 5-13 milljónir tonna af plasti berist í hafið á hverju ári.
Sumar vörur og hlutir eins og tannkrem og hreinsiefni eru merktar með umhverfismerkjum. Umhverfismerkin hjálpa okkur að þekkja vörur sem eru minna skaðlegar náttúrunni. Umhverfismerkin fimm segja til um að hlutirnir eru án örplasts.
Drögum úr notkun plasts þegar við getum og veljum plast sem er minna skaðlegt umhverfinu.