Eitt aðal umræðuefnið var vernd í hafi og var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Fyrir hönd meira en 400.000 félaga okkar höfum við sammælst um að vinna saman að því að efla vernd hafsvæða og líffræðilegs fjölbreytileika í hafi á Norðurlöndum. Þetta krefst þess að:
- Viðurkennd verði þörf á því að grípa til verndar á vistkerfum og jarðfræðilegum eiginleikum sjávarbotnsins
- 30% af hafsvæðunum verði vernduð og þar af séu 1/3 stranglega vernduð af nokkrum ágangi manns.
- Öll verndarsvæði verði metin fyrir vernd og vöktuð þar eftir til að meta árangur verndarinnar og heilbrigði vistkerfanna.
- Botnvörpuveiðar verði miklar skorður settar og alveg bannað á nýjum svæðum. Vistheimt fari fram á röskuðum svæðum.
- Námugröftur á hafsbotni verði ekki leyfilegur og stjórnvöld einbeiti sér að því í auknum mæli að stuðla að hringrásarhagkefi þar sem sjaldgæfir jarðmálmar og steinefni eru endurnotuð í auknum mæli til að draga úr eftirspurn eftir hrávinnslu efnanna.
Þórshöfn, 10. apríl 2024