Ísland ráðist í viðamiklar rannsóknir á vistkerfum hafsbotnsins og ákvarði út frá þeim hvaða 30% hafsvæða að lágmarki verðiskuli vernduð á grundvelli mikilvægra vistkerfa.
Þá verði a.m.k. 5% allra hafsvæða við landið undir strangri vernd þar sem aðkoma mannsins er að öllu leyti takmörkuð.
Þetta er hornsteinn að því að ná markmiðum Kunming-Montréal samningsins sem Ísland hefur skrifað undir og miðar að því að friðlýsa a.m.k. 30% land-, haf- og strandsvæða fyrir 2030 sem og að endurheimta 30% af röskuðum svæðum.
Ofangreind ályktun var samþykkt á aðalfundi Landverndar 23. maí 2024.