• Veiðidagur í Soginu

    Alviðra

    Veiðidagur í Soginu í samstarfi við Starir ehf.

    Hefur þig dreymt um að kasta fyrir lax í einstakri náttúrufegurð?
    Sunnudag 18. ágúst bjóða Alviðra og veiðifélagið Starir ehf gestum að kynna sér lax- og silungsveiði í Soginu og prófa hvernig það er að standa á árbakkanum og kast agni fyrir fisk.

  • Fuglalíf við Sogið

    Alviðra

    Sogið og umhverfi þess er fuglaparadís. Laugardaginn 7. júní kl. 14:00 munu tveir félagar í Fuglavernd leiða fuglaskoðun og jafnvel fuglahlustun við þessa vatnsmestu lindá Íslands. Ferðin hefst við Alviðrubæinn kl. 14. Mörg bílastæði eru við fjóshlöðuna. Gengið verður að Sogi, hlustað og skimað eftir fuglum. Takið gjarnan með ykkur sjónauka, og gleymið ekki börn […]

  • Lífið í og við Sogið 

    Alviðra

    Laugardaginn 14. júní 2025 kl. 14 - 16 munu náttúrufræðingarnir Einar Þorleifsson, Rannveig Thoroddsen og Skúli Skúlason, leiða létta fræðslugöngu um Þrastaskóg og Sogið. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu, um leið og fræðst verður um lífríki Sogsins, tengslum þess við Þingvallavatn, með […]

  • Upp á Ingólfsfjall

    Alviðra

    Ganga upp á Ingólfsfjall og notalegheit með kakó og kleinum. Síðbúin Jónsmessuganga að Inghól og norður eftir fjallinu, niður að Torfastöðum og til suðurs meðfram fjallshlíðinni að Alviðrubænum. Ingólfsfjall er 551 m hátt virðulegt móbergsfjall í Ölfusi. Fjallið er bratt á þrjá vegu, í vestur, austur og suður en aflíðandi til norðurs að bænum Litla-Hálsi […]

  • Veiðar hjá Alviðru

    Alviðra

    Veiðar hjá Alviðru. Hefur þú áhuga á veiðum? Hefur þú prófað það áður eða ert ennþá að dýfa tánum í þetta friðsæla en fjöruga sport? Nú gefst tækifæri til að veiða í Soginu fyrir landi Alviðru, sem er rómað fyrir náttúrufegurð og stórfiska. Alviðrunefnd og veiðifélagið Starir bjóða fólki með veiðiáhuga að fræðast og veiða […]

  • Jarðfræðiganga með Formanni Landverndar

    Alviðra

    Sunnudaginn 24. ágúst verður Jarðfræði- fræðslu ganga með Formanni Landverndar frá Alviðru um Ingólfsfjall og umhverfi. Fræðslugangan hefst kl. 14:00 og stendur yfir í einn og hálfan tíma. Gengið verður upp í hlíðar Ingólfsfjalls og leitað ummerkja jökla og brims. Fólki er frjálst að ganga á topp Ingólfsfjalls að fræðslugöngu lokinni eða fylgja leiðsögumanni til […]