Viðburður: Hvers virði er náttúran? Kynning á niðurstöðum McKinsey

Haf og fjara - strandlínan við Ísland.
Hver er ávinningur náttúruverndar? Þann 26.nóvember 2020 stendur Landvernd fyrir viðburði á niðurstöðum skýrslu McKinsey um virði náttúruverndar.

Landvernd stendur fyrir viðburði um úttekt McKinsey á ávinningi náttúruverndar. Fundurinn er rafrænn.

Hvenær: Fimmtudaginn 26. nóvember 2020. 
Hvar: Fundurinn er rafrænn. Sjá nánar á Facebook viðburði hér.

Duko Hopman, ráðgjafi hjá hinu virta ráðgjafarfyrirtæki McKinsey, kynnir niðurstöðu skýrslunnar Valuing nature conservation – A methodology for quantifying the benefits of protecting the planet´s natural capital. Skýrslan kom út í september 2020.
Í skýrslunni er fjallað um náttúruvernd á hagrænum nótum, þ.e. varpað ljósi á viðskiptamódel náttúruverndar, m.a. nauðsyn þess að greina ávinning og tækifæri sem af verndun hljótast – og sömuleiðis kostnaðinn.

Skoða skýrslu McKinsey – Valuing nature conservation – A methodology for quantifying the benefits og protecting the planet’s natural capital. 

 

Dagskrá


26. nóvember 2020

19:30 
Duko Hopman kynnir niðurstöður skýrslunnar Valuing nature conservation

19:50 

Umræður

 Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar ræðir við Duko Hopman um niðurstöðurnar.

20:00
Spurningar og svör
Þátttakendum býðst að senda inn spurningar rafrænt.

 

Fundurinn er rafrænn. Útsending verður live á Facebook og á Zoom, tengill verður settur inn á Facebook viðburðinn samdægurs.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd