Viðburður 15. júní 2022 – Orkuskipti sem við getum verið stolt af!

Landvernd efnir til fundar um orkuskiptin, þar sem að sýnt verður frá sviðsmyndum Landverndar um orkuskiptin.

Fundurinn verður haldinn í Veröld – Hús Vigdísar þann 15. Júní frá 12:00 til 13:00.

Fundinum verður streymt.

Er hægt að klára orkuskiptin án þess að ganga verulega á náttúruperlur Íslands með meiriháttar virkjanaframkvæmdum? Já heldur betur! Við efnum til fundar þar sem við kynnum útreikninga sem unnir voru fyrir Landvernd og niðurstöður þar sem útkoman verður á forsendum náttúrunnar.

Íslendingar eru í einstakri stöðu þar sem aðeins 15% af orkunotkun landsmanna byggir á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna geta orkuskiptin okkar engan veginn snúist um að auka raforkuframleiðslu um 124% eins og orkugeirinn hefur freistað að telja landsmönnum trú um.

Dagskrá

Hvernig líta orkuskiptin út með virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi? – Ágústa Þóra Jónsdóttir, varaformaður Landverndar


Kynning á Orkuskiptastjóranum – Þar sem þú getur haft áhrif á forsendur orkunotkunar.


Pallborðsumræður. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur, Jón Þór Sturluson doktor í hagfræði og deildarforseti Viðskiptadeildar í Háskólanum í Reykjavík o.fl.

 

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar sér um fundarstjórn.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd