Aðventuganga og jólatré í Alviðru

Aðventan! Við undirbúum hátíð ljóssins. Alviðra er vestan við brúna yfir Sogið við Þrastarlund. Þar fögnum við aðventunni með göngu út í vetrarríkið og svo með söng, jólasögu og piparkökum í hlýjunni í gamla bænum. Yndisleg jólastemming á undurfögrum stað undir Ingólfsfjalli við Biskupstungubraut um 10 km. norðan við Selfoss.
Alviðra er friðland, náttúruskóli og útvistarparadís. Á Alviðrujörðinni eru víða sjálfsprottin tré sem eiga framtíð sem glæsileg jólatré. Við leitum þeirra í göngunni, fellum og þátttakendur taka þau svo með heim til sín, gegn vægu gjaldi.
Mæting við gamla Alviðrubæinn kl. 13:00 laugardaginn 13. desember.
Eftir göngu, sem verður um 2 km löng, verður boðið upp á heitt að drekka, piparkökur, jólasögu og söng í gamla bæjarhúsinu. Ef við komust í stuð göngum við í kringum! Það gæti verið að jólasveinn kæmi ofan af Ingólfsfjalli til að heilsa upp á börnin.