- This viðburður has passed.
Alviðruhlaupið
14 september @ 14:00 - 17:00

Ert þú hlaupagarpur? Hefur þú gaman að náttúrunni? Hefur þig alltaf langað til þess að kanna Sogið og gætir hugsað þér að komast sem lengst á sem stystum tíma?
Sunnudaginn 14. september kl. 14:00 verður hið árlega Alviðruhlaup í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.
Hlaupið verður frá bæjarhlaðinu í Alviðru, á göngustíg á brúnni yfir Sogið og um stíga á birkivöxnu Öndverðarnesi með útsýni yfir Sogið og Hvítá. Vegalengdin er um 8 km.
Eftir hlaupið verður boðið upp á hressingu í Alviðru.
Áhugasamir eru beðnir um að senda skilaboð á stjórnanda hlaupsins á netfangið: agusta.jonsdottir@gmail.com