
- This viðburður has passed.
Árleg lúpínuhringferð um Reykjanesfólkvang
15 júní @ 09:00 - 15:00

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) eru deild í Landvernd með það helsta markmið að gefa fólki tækifæri til að vinna að náttúruvernd.
Þetta er góður félagsskapur sem nýtir krafta sína í skemmtilegum verkefnum í þágu náttúruverndar.
Í áratug höfum við vaktað nokkra staði í Reykjanesfólkvangi, takmarkað útbreiðslu lúpínu til svæða sem eru að mestu lúpínulaus. Það gerum við árlega með því að hemja þar útbreiðslu lúpínu og höfum einnig stöðvað jarðvegseyðingu með grasfræi og áburði
Umsjón: Þorvaldur Örn (s.895 6841) og Örn Þorvaldsson.
Um er að ræða göngu á fallegri leið með leiðsögn og skemmtilegri lúpínuvinnu.
Mæting við N1 í Hafnarfirði kl. 9 eða í Seltún í Krýsuvík kl. 10.
Öll hjartanlega velkomin! Bara mæta á staðinn. Fullkomið verk fyrir vinnufúsar hendur og hugarfar náttúruverndar