Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Brekkukambsganga Landverndar – Heiðar í háska

8. september, 2024 @ 09:30 - 13:30

Ferðin er ætluð öllum náttúruunnendum, en ekki einungis félögum í Landvernd. Við hvetjum þó alla þátttakendur til að ganga í félagið. Það tekur enga stund að skrá sig hér: landvernd.is/gerast-felagi/

Sunnudaginn 08. september kl 09:30 🥾 🥾

Gengið verður upp Brekkukamb frá Miðsandi í Hvalfirði.

Við hittumst kl 09:30, við gömlu Þyrilssjoppuna.

Gengið verður sem leið liggur upp á Brekkukamb, sem er í 647 m hæð (sama hækkun og upp að Steini á Esjunni).

Gert er ráð fyrir að gangan taki allt að fjórar klukkustundir.

Fólk ekur á eigin bílum, en  fyrir þá sem koma úr Reykjavík verður sameinast í bíla hjá Össuri á Grjóthálsi, kl. 8:30

Allir náttúruunnendur eru hjartanlega velkomnir og athugið að gangan er ekki aðeins fyrir félaga í Landvernd. En við hvetjum auðvitað þátttakendur til að ganga í Landvernd og taka þátt í að verja náttúruna.

Áformuð eru allt að tólf vindorkuvirki í fyrirhuguðu vindorkuveri á Brekkukambi og verður hvert virki 250 metra hátt. Vindorkuverið á Brekkukambi er áætlað um 50 MW að stærð og á að rísa í landi bæjarins Brekku. Nærsamfélagið hefur veitt harða mótspyrnu enda hefði fyrirhugað iðnaðarver mikil áhrif á alla aðra starfssemi á stóru svæði auk augljósra áhrifa á náttúru og lífríki. Nágrannar óttast að vistkerfum með fuglalífi verði stefnt í hættu, auk sjón og hljóðmengunar vindorkuvers sem myndi tróna í 900 metra hæð yfir héraði á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar.

Mætið í meðmælagöngu með landi því heiðarnar eru í hættu.

Fararstjórar eru Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir, heimafólk í Hvalfirði og fulltrúar Landverndar.

Athugið að skráning í ferðina er nauðsynleg.

Nánari upplýsingar veita:

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar – 896 1222.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarfulltrúi í Landvernd – 896 9771.

Lúna Grétudóttir, upplýsingafulltrúi Landverndar – 848 9258.

Nánar

Dagsetning:
8. september, 2024
Tímasetning:
09:30 - 13:30
Viðburður Tags:
, , , , , ,

Skipuleggjandi

Landvernd