Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Dagsferð að Dynk – Þjórsárferð Landverndar

20 september @ 10:00 - 20:00

Laugardaginn 20.september 2025 10:00 🥾 🥾

Landvernd fer að Dynk í Þjórsá

Fossinn Dynkur í Þjórsá, er tilkomumesti stórfoss Þjórsár sem skaðast og skerðist ef áform um Kjalölduveitu verða að veruleika.

Landvernd býður til göngu að Dynk og ef veður leyfir kíkjum við á fleiri fossa sem óhætt er að fullyrða að komi á óvart fyrir fegurð.

Lagt verður af stað með rútu úr Árnesi klukkan 10.00 laugardaginn 20. september.

Gangan sjálf tekur frá 3 – 5 klukkustundir eftir því hvað við skoðum marga fossa.

Akstur úr Árnesi að Kóngsási þar sem gangan hefst tekur 3 klukkustundir.

Ferðin kostar 15.000 yfir félagsmeðlimi Landverndar og 20.000 fyrir óskráða.

NAUÐSYNLEGT ER AÐ KLÆÐA SIG VEL. VINDÞÉTT, HLÝ FÖT, VAÐSKÓ og NESTI.

Leiðsögumenn eru af ekki af verri endanum

* Björg Eva Erlendsdóttir
* Sigþrúður Jónsdóttir

Athugið að skráning í ferðina er nauðsynleg.

Þessi ganga er ein af afar skemmtilegu viðburðum sem landvernd býður sínum félögum uppá

Nánar

  • Dagsetning: 20 september
  • Tímasetning:
    10:00 - 20:00

Skipuleggjandi

  • Landvernd

Staður

  • Arnes
  • Árnes Iceland