- This viðburður has passed.
Er tenging á milli nægjusemi og núvitundar?
28. nóvember, 2024 @ 20:00 - 21:00
FRÍTT INNÞuríður Helga Kristjánsdóttir núvitundarkennari fjallar um tengslin milli nægjusemi og núvitundar og hvernig einfaldar æfingar geta dregið úr efnishyggju og neysluáráttu, sem því miður eru áberandi í samfélaginu. Áráttan á ytra verðmætamat, eins og það að eignast stöðugt meira, hefur verulegar afleiðingar – ekki aðeins á náttúruna, heldur einnig á andlega líðan okkar.
Þuríður mun fjalla um og kenna æfingar sem styrkja gildi á borð við þakklæti, samkennd og nægjusemi og hvernig þessir þættir hafa jákvæð áhrif á líðan.
Fundurinn fer fram á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/87873519462