- This viðburður has passed.
Félagabíó Landverndar: Ozi – bjargvættur skógarins
21. september, 2024 @ 13:00 - 14:30
Í samstarfi við Myndform og Laugarásbíó býður Landvernd skráðum félögum sérstakan afslátt á sýninguna Ozi – Bjargvættur skógarins. Miðaverð fyrir skráða félaga er aðeins 1.000 kr.
Hér kynnumst við Ozi, litlum munaðarlausum órangútanapa sem er um það bil að láta til sín taka og bjarga skóginum þar sem hún á heima. Ozi týndi foreldrum sínum þegar heimili þeirra var eyðilagt og hún fær skjól hjá aðilum sem bjarga villtum dýrum sem kenna henni hægt og rólega að tjá sig með táknmáli. Með nýrri færni og náttúrulegum hæfileikum á samfélagsmiðlum er Ozi skyndilega komin með fylgjendur hvaðanæva að úr heiminum. Þegar hún kemst að því að foreldrar hennar gætu enn verið á lífi fer hún af stað að leita að þeim og segja heiminum um leið frá slæmri stöðu regnskógarins áður en það verður of seint. Hún fær hjálp frá apanum Chance og hinum skemmtilega nashyrningi Honkus. Ozi kemst að því að ein rödd getur svo sannarlega breytt heiminum
Vegna takmarkaðs sætisfjölda er mikilvægt að skrá alla sem ætla að mæta. Foreldrar sem mæta með börn þurfa því að taka fram fjölda barna sem koma með á viðburðinn hér að neðan. Börnin þurfa þó ekki að vera skráð sérstaklega í Landvernd.
Skráning hér að neðan jafngildir plássi á sýninguna – greitt er fyrir miðann á staðnum.
https://landvernd.is/gerast-felagi/
Athugið að skráning er nauðsynleg.