- This viðburður has passed.
Félagakvöld: Gagnvirk vinnustofa um aðgerðir í loftslagsmálum
7 október @ 20:00 - 22:00
Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hvað þarf til, til að halda hlýnun jarðar fyrir neðan 1,5°C eða sem næst 2°C?
Er nóg að fjárfesta í grænni orku til að ná loftslagsmarkmiðum? Getum við bætt orkunýtni til að draga úr hlýnun? Hvaða áhrif hafa tæknilausnir á borð við Carbfix? Getum við plantað nægilega mikið af trjám og hvað ef við gerumst öll grænmetisætur? Climate Interactive og MIT hafa þróað kvikt kerfislíkan sem stjórnvöld og alþjóðastofnanir nota til að spá fyrir um áhrif ólíkra aðgerða á hlýnun jarðar – auk hliðaráhrifa á jöfnuð, heilsu og líffræðilegan fjölbreytileika. Markmiðið er að svara stóru spurningunni: Hvaða aðgerðir duga til að ná loftslagsmarkmiðum? Á vinnustofu Landverndar fá þátttakendur tækifæri til prófa ólíkar lausnir. Tvær vinnustofur eru í boði, á staðnum og á netinu.
Á vinnustofunni munum við nota En-ROADS loftslagsherminn til að meta áhrif mismunandi aðgerða á loftslagsbreytingar. Við munum einnig setja upp leik þar sem þátttakendur taka að sér hlutverk samningamanna, eins og fulltrúa Evrópusambandsins, eyríkja eða orkuframleiðenda.
Leiðbeinendur á vinnustofunni eru Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og sérfræðingur í samningatækni og Ágústa Þóra Jónsdóttir, fyrrverandi varaformaður í Landvernd og doktorsnemi í umhverfis og auðlindafræði í HÍ.
Komdu og lærðu um hvaða aðgerðir virka best til að draga úr hlýnun jarðar og hvernig við getum náð markmiðunum okkar saman.
https://landvernd.is/gerast-felagi/
Fundurinn fer fram á Zoom – https://us02web.zoom.us/j/89604210925
Athugið að skráning er nauðsynleg.