Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Fræðsluganga við rætur Ingólfsfjalls – sumardagskrá Alviðru

25 ágúst @ 14:00 - 16:00

Sunnudaginn 25. ágúst verður fræðsluganga um jarðfræði Ingólfsfjalls og umhverfis.

Fræðslugangan hefst kl. 14:00 og stendur yfir í einn og hálfan tíma. Gengið verður upp í hlíðar Ingólfsfjalls og leitað ummerkja jökla og brims. Fólki er frjálst að ganga á topp Ingólfsfjalls að fræðslugöngu lokinni eða fylgja leiðsögumanni til baka að Alviðru. Boðið verður upp á kaffi og spjall í húsnæði Alviðru að göngu lokinni. Gott er að taka með sér lúpu eða stækkunargler, áttavita, steinabók og vatn að drekka. Gangan hentar vel fyrir börn sem fullorðna.

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur og formaður Landverndar leiðir gönguna.
Upphafsstaður er bæjarhlaðið að Alviðru.

Nánar

Dagsetning:
25 ágúst
Tímasetning:
14:00 - 16:00