Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Fuglalíf við Sogið

7 júní @ 14:00 - 17:00
SindriSkula-straumond

Sogið og umhverfi þess er fuglaparadís. Laugardaginn 7. júní kl. 14:00 munu tveir félagar í Fuglavernd leiða fuglaskoðun og jafnvel fuglahlustun við þessa vatnsmestu lindá Íslands.

Ferðin hefst við Alviðrubæinn kl. 14. Mörg bílastæði eru við fjóshlöðuna. Gengið verður að Sogi, hlustað og skimað eftir fuglum. Takið gjarnan með ykkur sjónauka, og gleymið ekki börn eru hjartanlega velkomin. Mælt er með hlýjum hlífðarfatnaði því oft er staldrað við, hlustað og jafnvel horft lengi.

Fuglaskoðunin varir í  um 2  klukkutíma. Síðan verður fuglaspjall í Alviðru. Landverndarkakó og kleinur verða í boði. Þá verður hægt að skoða og ræða þá uppstoppuðu fugla sem eru geymdir í bænum. Allir velkomnir.

14:00 Fuglaskoðun hefst.

16: 00 Kakó, kleinur og spjall.

Alviðra er staðsett við Biskupstungubraut undir Ingólfsfjalli á mótsvið Þrastarlund, um 10 km frá Selfossi.

Sumarkveðja, Landvernd og Fuglavernd

Nánar

Dagsetning:
7 júní
Tímasetning:
14:00 - 17:00
Viðburður Tags:
, ,

Skipuleggjendur

Landvernd
Fuglavernd

Staður

Alviðra
View Staður Website