- This viðburður has passed.
Grjóthálsganga Landverndar – Heiðar í háska
11. ágúst, 2024 @ 09:30 - 14:00
Sunnudaginn 11. ágúst kl 09:30 🥾 🥾
Gengið verður eftir Grjóthálsi frá Króki að Skarðshömrum í Norðurárdal, Borgarbyggð.
Við leggjum af stað gangandi frá hliðinu í Króki kl. 09:30.
Gengið verður upp að Fiskivatni og að hinni fornu Fiskivatnsrétt. Þaðan liggur leiðin eftir Grjóthálsinum um fagurt og gróið heiðarland, vatnaperlur, mýrlendi, mela og mólendi og niður Skarðið að Skarðshömrum.
Gönguleiðin er 15 km löng og laus við stíga og stikur í hæðóttu landi og er gangan ætluð vönu þúfnagöngufólki. Áætlað er að koma að Skarðshömrum síðdegis.
Útsýnið frá Grjóthálsi er vítt og fagurt um Borgarfjarðarhérað og Baulutindur fylgir okkur eftir og vakir yfir göngufólki. Við ætlum að skoða svæði sem erlend stórfyrirtæki og innlendir húskarlar og lukkuriddarar þeirra ásælast undir stóriðju í vindorku og öll þau svæði sem verða fyrir skaða ef af þessum sturluðu áformum verður.
Mætið í meðmælagöngu með landi því heiðarnar eru í hættu.
Leiðsögumenn eru af heimaslóð:
* Thelma Harðardóttir á Skarðshömrum
* Guðrún Sigurjónsdóttir og Eiður Ólason á Glitsstöðum
* Kristín Helga Gunnarsdóttir í Króki
Athugið að skráning í ferðina er nauðsynleg.